Miða skal við að dvöl hefjist kl. 14:00 og herbergi losað í síðasta lagi kl. 12 á heimfarardegi.

Sjúklingum sem þess þurfa skv. beiðni er heimilt að hafa aðstandanda eða fylgdarmann með sér í sama herbergi.

Sjúklingar sem dvelja á Hótel Íslandi skulu vera sjálfbjarga með að komast fram úr rúmi og eiga sjálfir að geta séð um allar athafnir daglegs lífs. Sjúklingar þurfa að hafa með sér öll hjálpartæki sem þeir þurfa að nota svo sem hjólastóla, göngugrindur og hækjur. Það sama gildir um öll lyf.

Ástand sjúklinga og annarra gesta hótelsins skal vera nægjanlega stöðugt til að tryggja dvöl þeirra og annarra gesta með öruggum hætti.

Gestir eiga ávallt að vera snyrtilegir og full klæddir í sameiginlegum rýmum hótelsins (ekki í náttfötum, slopp, o.s.frv.)

Öll herbergi eru reyklaus með sér baðherbergi, sjónvarpi, síma og öryggishólfi.

Verðskrá

Fyrir umsamda þjónustu er gjaldið eftirfarandi:
-fyrir sjúklinga er 1.440 kr. á sólarhring með fullu fæði,
-fyrir aðstandendur er 6.600 kr. á sólarhring,
-fyrir ósjúkratryggða einstaklinga fer eftir verðskrá Hótel Íslands hverju sinni.
-fyrir aðstandendur yngri en 12 ára 1.200 kr. en yngri en 1 árs greiða ekki.

Ganga þarf frá greiðslufyrirkomulagi fyrir innritun.

Gefa þarf upp kreditkortanúmer við bókun.

Gestir sjúklinga geta keypt máltíðir og kaffi á Bistro Hótel Ísland.

Afbókanir

Afbóka skal dvöl að lágmarki fyrir miðnætti daginn fyrir innritun. Afbókun skal berast með tölvupósti á netfangið sjukrahotel@sjukrahotel.is til að komast hjá greiðslu fyrir dvöl í eina gistinótt.

Miða skal við að dvöl hefjist kl. 14:00 og herbergi losað í síðasta lagi kl. 12 á heimfarardegi.

Sjúklingum sem þess þurfa skv. beiðni er heimilt að hafa aðstandanda eða fylgdarmann með sér í sama herbergi.

Sjúklingar sem dvelja á Hótel Íslandi skulu vera sjálfbjarga með að komast fram úr rúmi og eiga sjálfir að geta séð um allar athafnir daglegs lífs. Sjúklingar þurfa að hafa með sér öll hjálpartæki sem þeir þurfa að nota svo sem hjólastóla, göngugrindur og hækjur. Það sama gildir um öll lyf.

Ástand sjúklinga og annarra gesta hótelsins skal vera nægjanlega stöðugt til að tryggja dvöl þeirra og annarra gesta með öruggum hætti.

Gestir eiga ávallt að vera snyrtilegir og full klæddir í sameiginlegum rýmum hótelsins (ekki í náttfötum, slopp, o.s.frv.)

Öll herbergi eru reyklaus með sér baðherbergi, sjónvarpi, síma og öryggishólfi.

Verðskrá

Fyrir umsamda þjónustu er gjaldið eftirfarandi:
-fyrir sjúklinga er 1.440 kr. á sólarhring með fullu fæði,
-fyrir aðstandendur er 6.600 kr. á sólarhring,
-fyrir ósjúkratryggða einstaklinga fer eftir verðskrá Hótel Íslands hverju sinni.
-fyrir aðstandendur yngri en 12 ára 1.200 kr. en yngri en 1 árs greiða ekki.

Ganga þarf frá greiðslufyrirkomulagi fyrir innritun.

Gefa þarf upp kreditkortanúmer við bókun.

Gestir sjúklinga geta keypt máltíðir og kaffi á Bistro Hótel Ísland.

Afbókanir

Afbóka skal dvöl að lágmarki fyrir miðnætti daginn fyrir innritun. Afbókun skal berast með tölvupósti á netfangið sjukrahotel@sjukrahotel.is til að komast hjá greiðslu fyrir dvöl í eina gistinótt.