Skoðaðu þjónustuna nánar

 • Sjúkraþjálfun

  Sjúklingar sem dvelja á Hótel Íslandi eiga þess kost að fá sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfurum Gáska sem staðsettir eru í Heilsu og Spa á jarðhæð Ármúla 9.

  Þjónustustig er í samræmi við þarfir sjúklinga hverju sinni og skv. greiningu sjúkraþjálfara. Athygli er vakin á því að hægt er að panta tíma hjá sjúkraþjálfara án beiðni í allt að 6 skipti.

  Sjúkraþjálfunin er í höndum Gáska sjúkraþjálfun samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

 • Spa

  Á jarðhæð hótelsins er frábær aðstaða til heilsuræktar og vellíðunar. Heilsa & og Spa er heilsu- og vellíðunarfyrirtæki sem býður upp á vel útbúinn tækjasal, hóptíma, nudd, snyrtistofu, sjúkraþjálfun, nálastungur og fyrsta flokks SPA. Í Spa-inu er heitur pottur, kaldur pottur, sauna og æfingalaug þar sem hægt er að fljóta undir norðurljósum og slaka vel á.

 • Líkamsrækt

  Fyrsta flokks æfingaaðstaða er í Heilsu og Spa á jarðhæð. Tækjasalur með finnskum tækjum frá HUR sem eru hljóðlát og vönduð, laus lóð, fitnessboltar, trissur og hlýlegur hótímasalur sem býður upp á fjölbreytta hóptíma.

 • Veitingastaður

  Bistro  Hótel Ísland er notalegur og fallegur veitingastaður á Hótel Íslandi. Matseldin einkennist af fyrsta flokks íslensku hráefni sem unnið er frá grunni af alúð svo úr verður besta lostæti fyrir bragðlaukana. Bistro Hotel Ísland býður upp á rétti dagsins alla daga í hádeginu og á kvöldin. Opið frá kl 11:00 – 23:00.