Heilsumiðstöðin sem rekur Sjúkrahótelið í Ármúla hefur sagt upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um gistingu og hótelþjónustu. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og verður starfsemin því óbreytt til 30. apríl nk.

Það hryggir okkur að þurfa að segja upp þessari þjónustu sem okkur hefur þótt afskaplega vænt um að geta veitt en því miður hefur starfsemi Sjúkrahótelsins orðið að bitbeini á milli opinberra aðila sem takast á um hvar fjárveitingin til starfseminnar skuli liggja. Þessir aðilar hafa skiptar skoðanir á eðli og hlutverki Sjúkrahótelsins og hefur erfiðlega gengið að miðla málum með þeim hætti að friður sé um starfsemina.

Annars vegar er um að ræða skilgreiningu SÍ á starfsemi Sjúkrahótels sem liggur til grundvallar útboði því sem við tókum þátt í. Þar er gert ráð fyrir að samið sé um hótelgistingu og fullt fæði fyrir einstaklinga sem eru færir um athafnir daglegs lífs en hafa hag af því að dvelja þar sem veitt er hjúkrunarþjónusta og tenging við það öryggi sem felst í að gista í nálægð við heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar utan af landi hafa forgang og hafa þeir nýtt sér þjónustuna vel en á þeim 5 árum sem við höfum rekið starfsemina hafa um 10 þúsund einstaklingar gist á Sjúkrahótelinu. Það þjónustustig sem byggt er á í samningnum við SÍ uppfyllir þarfir þessara gesta mjög vel með einstaka undanþágum þegar hingað koma mun veikari einstaklingar af Landspítala en gert er ráð fyrir.

Hins vegar er það afstaða Landspítalans sem virðist vilja skilgreina starfsemina sem deild innan spítalans og þar með á forræði hans auk þess sem spítalinn vill sjálfur reka umrædda gistingu og hótelþjónustu. Þar geti gist einstaklingar sem þurfa langtum meiri þjónustu en samningur SÍ við Heilsumiðstöðina kveður á um. Af okkar hálfu hefur allt verið gert til að finna góðan samstarfsflöt með spítalanum og ítrekað höfum við gengið lengra í þjónustunni en samningurinn kveður á um. En því miður hefur framganga spítalans verið með þeim hætti að þrátt fyrir að við höfum lagt okkur fram um að veita sem besta þjónustu þá finnur hann starfseminni allt til foráttu. Gagnrýnin hefur ekki einungis dregið úr trúverðugleika starfseminnar út á við og fælt frá þá sem þurfa þjónustuna heldur er hún særandi og meiðandi gagnvart þeim einstaklingum sem hjá okkur starfa og hafa mikinn metnað í að veita gestum Sjúkrahótelsins sem besta þjónustu. Starfsmenn hótelsins eru beygðir vegna þessarar framkomu og eiga erfitt með að sætta sig við að starfa undir slíku ámæli.

Það eru okkur mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að finna betri samstarfsflöt með Landspítalanum, sem er sú stofnun sem einna mikilvægast er að við stígum í takti við. Það er von okkar að Sjúkratryggingar og Landspítali í samvinnu við Velferðarr þann farveg að nnt verði að setja mað hfjölda sem um samstarfsaðila. Það eru okkur hins vegar mikil vonbrigði að ekki hafa tekiáðuneyti finni lausnir til lengri tíma sem skapi sátt og gagnist sem best þeim þúsundum einstklinga sem á þessari þjónustu þarf á að halda, bæði þeirra sem þurfa þjónustu Sjúkrahótels og einnig hinna veikari sem betur eiga heima inni á sjúklingahóteli.

Það hefur verið okkar hjartans mál um að veita gestum Sjúkrahótelsins sem besta þjónustu í öruggu umhverfi og munum við leggja okkur fram um að gera það áfram út apríl.

2015 © Copyright/Allur réttur áskilinn - Sjúkrahótel, Ármúla 9

Símanúmer        595-7000