Hótel Ísland býður upp á tímabundinn dvalarstað fyrir sjúklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda.

Gestir í sjúkradvöl á Hótel Íslandi eru eftirfarandi hópar:

  • Sjúkratryggðir sjúklingar sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna endurhæfingar, rannsókna, eftirlits eða meðferða.
  • Aðstandendur og fylgdarmenn sjúklinga.

Hægt er að synja sjúklingum og öðrum gestum um dvöl uppfylli þeir ekki skilmerki fyrir dvöl. Frábendingar fyrir dvöl eru eftirfarandi:

  • Geðræn einkenni þar sem viðkomandi hefur sýnt af sér ofbeldi eða hvers kyns ógnandi hegðun.
  • Virk áfengis- og/eða vímuefnaneysla.
  • Húsnæðisleysi sem ein forsenda fyrir dvöl.