Óbreytt þjónusta út apríl

Heilsumiðstöðin sem rekur Sjúkrahótelið í Ármúla hefur sagt upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um gistingu og hótelþjónustu. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og verður starfsemin því óbreytt til 30. apríl...

Lesa áfram

Sjúkrahótel er tímabundinn dvalarstaður fyrir sjúklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda. Á þessum vef má bóka dvöl á sjúkrahótelinu auk þess að nálgast upplýsingar um þjónustu þess. Ef einhverjar spurningar vakna sendið endilega fyrirspurn og við svörum eins fljótt og unnt er.

Upplýsingar um dvölina

Fjöldi í herbergi sjúklings

 
Koma

Brottför

 
Innritunartími er kl. 14 og útskriftartími er kl. 12.

Upplýsingar um sjúkling


 Ósjúkratryggður

 


Tilvísandi/beiðandi
 Læknir Hjúkrunarfræðingur Ljósmóðir

Sjúklingur þarf að afhenda undirritaða tilvísun við innritun á Hótel Ísland. Greitt er fyrir dvölina við innritun. Smelllið á táknið hér fyrir neðan til að sækja eyðublað.
Smellið hér til að sækja tilvísunareyðublað

Tegund herbergis

 Almennt hótelherbergi Aðgengi fyrir hjólastól

Afbókanir

Afbóka skal dvöl að lágmarki fyrir miðnætti daginn fyrir innritun. Afbókun skal berast með tölvupósti á netfangið reception@hotelisland.is til að komast hjá greiðslu fyrir dvöl í eina gistinótt.

Staðfesting pöntunar

Staðfesting pöntunar berst með tölvupósti eftir að starfsmaður Hótel Íslands hefur yfirfarið hana. Vinsamlegast athugið að pöntunin telst ekki gild fyrr en starfsmanns hefur borist!

Staðfesta skilmála

Með því að senda inn þessa pöntun staðfestir þú að uppgefnar upplýsingar séu réttar og samþykkir verðskrá og skilmála Hótel Íslands.Fullt nafn

Netfang

Fyrirspurn

Sjúkrahótelið er staðsett í Ármúla 9 í Reykjavík.

Þjónusta í boði

Sjúkraþjálfun

Sjúklingar sem dvelja á Hótel Íslandi eiga þess kost að fá sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfurum Gáska sem staðsettir eru í Heilsu og Spa á jarðhæð.
Þjónustustig er í samræmi við þarfir sjúklinga hverju sinni og skv. greiningu sjúkraþjálfara. Athygli er vakin á því að hægt er að panta tíma hjá sjúkraþjálfara án beiðni í allt að 6 skipti.

Sjúkraþjálfunin er í höndum Gáska sjúkraþjálfun samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Spa

Á jarðhæð hótelsins er frábær aðstaða til heilsuræktar og vellíðunar. Heilsa & og Spa er heilsu- og vellíðunarfyrirtæki sem býður upp á vel útbúinn tækjasal, hóptíma, nudd, snyrtistofu, sjúkraþjálfun, nálastungur og fyrsta flokks SPA. Í Spa-inu er heitur pottur, kaldur pottur, sauna og æfingalaug þar sem hægt er að fljóta undir norðurljósum og slaka vel á.

Líkamsrækt

Breytingum á jarðhæð hótelsins lýkur um mánaðarmótin maí/júní og mun hótelið þá bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir hótelgesti sem nánar verður kynnt síðar.

Bistro Hótel Ísland

Bistro  Hótel Ísland er notalegur og fallegur veitingastaður á Hótel Ísland.
Matseldin einkennist af fyrsta flokks íslensku hráefni sem unnið er frá grunni af alúð svo úr verður besta lostæti fyrir bragðlaukana.
Bistro Hotel Ísland býður upp á rétti dagsins alla daga í hádeginu og á kvöldin. Opið frá kl 11:00 – 23:00.